top of page
Woocommerce gagnatenging
Til þess að búa til veflykil fyrir gagnatengingu við Woocommerce vefsíðu þarf fyrst að skrá sig inn á Wordpress stjórnborð síðunnar. Þar er svo valið Woocommerce -> Stillingar.

Þá er valið Ítarlegt (e. Advanced), REST API og Bæta við lykli.

Gefðu lyklinum lýsandi nafn, veldu Wordpress notanda (skiptir ekki máli hver) og veldu aðgangsheimildina „Lesa“.

Þá færðu aðgangslykil og leyndarmál sem þú afritar og setur inn í Púls kerfið.

Síðan seturu inn vefslóð síðunnar (ath. byrjar á https://) og ýtir á Uppfæra núna. Þá ættiru að sjá vörurnar detta inn eftir nokkrar mínútur.
bottom of page