top of page

Woocommerce gagnatenging

Til þess að búa til veflykil fyrir gagnatengingu við Woocommerce vefsíðu þarf fyrst að skrá sig inn á Wordpress stjórnborð síðunnar. Þar er svo valið Woocommerce -> Stillingar.

Screenshot 2023-05-01 at 20.46.36.png

Þá er valið Ítarlegt (e. Advanced), REST API og Bæta við lykli.

Screenshot 2023-05-01 at 20.48.40.png

Gefðu lyklinum lýsandi nafn, veldu Wordpress notanda (skiptir ekki máli hver) og veldu aðgangsheimildina „Lesa“.

Screenshot 2023-05-01 at 20.49.28.png

Þá færðu aðgangslykil og leyndarmál sem þú afritar og setur inn í Púls kerfið.

Screenshot 2023-05-01 at 21.00.55.png

Síðan seturu inn vefslóð síðunnar (ath. byrjar á https://) og ýtir á Uppfæra núna. Þá ættiru að sjá vörurnar detta inn eftir nokkrar mínútur.

bottom of page